Erlent

Umsátri um byggingar lokið

Stjórnarandstæðingar hafa hætt umsátri um opinberar byggingar í Kænugarði, í Úkraínu. Viktor Júsenkó, leiðtogi þeirra, skrifaði í gær undir samkomulag þess efnis. Samkvæmt því áttu hann og fylgismenn hans tafarlaust að létta umsátrinu um opinberar byggingar, en vegna þeirra hefur stjórnsýsla í landinu verið lömuð í tíu daga. Í samkomulaginu er kveðið á um að breytingar verði gerðar á lögum í landinu svo hægt verði að binda enda á deilurnar um nýafstaðnar kosningar. En Júsenkó og stuðningsmenn hans saka andstæðing hans, Janakóvits, um kosningasvindl. Samkomulagið gerir ráð fyrir að deilendur ræðist við eftir að niðurstaða Hæstaréttar verður ljós. Mótmælendur eru enn í borginni en þeir hafa reist sér stórar tjaldbúðir á götum miðborgarinnar. Þúsundir þeirra stóðu á Sjálfstæðistorginu í gær og hlustuðu á þjóðlagatónlist og nutu flugeldasýningar sem var táknrænt fyrir að baráttu þeirra væri hvergi lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×