Erlent

Í eina sæng með verkamannaflokknum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að reyna myndun samsteypustjórnar með Verkamannaflokknum. Sharon rak ráðherra Shinui-flokksins úr stjórn sinni í gær, vegna andstöðu þingmanna flokksins við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Fyrir vikið er um fátt annað að velja fyrir Sharon en að ræða við Verkamannaflokkinn eða hætta á nýjar þingkosningar. Kosningar gætu valdið töluverðum töfum á brotthvarfinu frá Gasa-ströndinni, sem Sharon er staðráðinn í að gangi eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×