Erlent

Vilja að Annan segi af sér

Róttækar hugmyndir um uppstokkun innan Sameinuðu þjóðanna hafa verið kynntar. Bandarískir íhaldsmenn gera aðför að Kofi Annan og krefjast þess að hann segi af sér. Hópur sérfræðinga tók skýrsluna saman að beiðni Kofis Annans, framkvæmdastjóra samtakanna, sem bað um hana í kjölfar harðra deilna um Íraksstríðið. Sameinuðu þjóðirnar voru þá gagnrýndar fyrir að vera illa í stakk búnar til að takast á við nýjar ógnanir á borð við hryðjuverk, kjarnorkuvopnavæðingu, fátækt og ofbeldi. Fjallað er um beitingu valds og Bandaríkjamenn gagnrýndir óbeint fyrir stríðið gegn hryðjuverkum. Þó er sagt að nauðsynlegt sé fyrir alþjóðasamfélagið að vera við ógnum samtímans búið. Framganga samtakanna í Rúanda og Bosníu er gagnrýnd, og sagt að þar sem forvarnir dugi ekki til, verði Sameinuðu þjóðirnar að vera reiðubúnar að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi til að afstýra stríði og drápi saklausra borgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×