Erlent

Kútsma og Pútín funda

Fráfarandi forseti Úkraínu, Leonid Kuchma mun funda með Vladimir Pútín, Rússlandsforseta í dag vegna stöðunnar sem upp er komin í Úkraínu. Rússar eiga mikilla hagsmuna að gæta og hefur Vladimir Pútín stutt Janúkovits, yfirlýstan sigurvegara kosninganna í baráttunni gegn Júsjenkó, sem nýtur stuðnings ríkja vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Fundurinn verður haldinn í Moskvu, höfuborg Rússlands. Búist er við að Hæstiréttur Úkraínu muni komast að niðurstöðu um hvort úrslit ksoninganna verði ógilt eður ei, ekki síðar en á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×