Viðskipti innlent

Líflegt á hlutabréfamarkaði

Líflegt var á hlutabréfamarkaði í dag en veltan nam 13,8 milljörðum króna. Þar af voru stór viðskipti með bréf Kaldbaks og Samherja sem tengjast sameiningu Burðaráss og Kaldbaks að því er segir í tilkynningu greiningardeildar Landsbankans. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% og var lokagildi hennar 3.651 stig. Þau félög sem leiddu hækkanirnar voru Kaldbakur, Íslandsbanki, Landsbankinn og Össur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×