Viðskipti innlent

Útvörður Norðlendinga farinn

Norðlendingar stýra ekki lengur neinu stóru fjárfestingarfélagi eftir að Kaldbakur rann inn í Burðarás í gær, en Kaldbakur hafði verið einskonar útvörður Norðlendinga á þessu sviði. Sérfræðingar á markaðnum segja að þetta sé fyrst og fremst táknræn breyting. Kaldbakur hafi óneitanlega verið stolt Norðlendinga og oft nefndur sem einskonar mótvægi landsbyggðarinnar við aðra fjárfestingarsjóði. Hins vegar sé á að líta að eigendur Kaldbaks hafi á móti eignast hlut í mjög öflugu fjárfestingarfélagi, Burðarási, með hátt í 20 þúsund hluthöfum af öllu landinu. Þá hafi KEA dregið sig út úr Kaldbaki áður en hann rann inn í Burðarás og hafi nú gerst all stór hluthafi í Samherja og eigi nú töluvert fé, sem félagið hyggist fyrst og fremst nýta til fjarfestingar fyrir norðan. Það athyglisverðasta við þetta verði hins vegar væntanlegt samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Þorsteins Más í Samherja, sem hvor um sig á um fimm prósent, við Björgólfana. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir það ekki vafamál í sínum huga að það samstarf verði mjög gott.  Myndin er af Friðriki Jóhannssyni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×