Erlent

Ellefu létust í Bagdad

Ellefu létust og tugir særðust í öflugri sprengingu í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær. Sjálfsmorðsárásarmaður kveikti í sprengjunni í bifreið nærri breska sendiráðinu og höfuðstöðvum bráðabirgðastjórnar landsins. Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var að filippeysk stjórnvöld hefðu hafið brottflutning herafla síns frá Írak í því augnamiði að koma í veg fyrir að gísl verði drepinn. Meðal þeirra sem létust voru fjórir íraskir gæslumenn og sjö óbreyttir borgarar. Þetta er mannskæðasta árásin í höfuðborginni síðan Írakar tóku við völdum þann 28. júní. Iyad Allawi, forsætisráðherra landsins, var harðorður í garð árásarmannanna. "Þetta er bein árás á írösku þjóðina," sagði Allawi. "Við munum koma þessum glæpamönnum til dóms og laga."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×