Lýðræðið á undanhaldi 3. nóvember 2004 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira