Lýðræðið á undanhaldi 3. nóvember 2004 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira