Verulegur kraftur í gosinu 3. nóvember 2004 00:01 Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Þeir voru þrír sem lögðu af stað akandi úr Reykjavík þegar um tíuleytið í fyrrakvöld þegar staðfest var að eldgos væri hafið. Þeir Sigmundur Sæmundsson og Jón Ólafur Magnússon fóru ásamt myndatökumanni Stöðvar 2, Friðriki Þór Halldórssyni. Þeim gekk reyndar erfiðlega að komast að jöklinum, festust í Jökulá, og voru þeir ekki komnir að eldstöðinni fyrr en klukkan tvö í gærdag eftir sextán stunda akstur úr borginni. En ferðalagið var þess virði. Aðspurður um hvað standi standi upp úr við þetta gos og aðdraganda þess segir Páll Einarsson prófessor að það sé staðfestingin á því að gos geti komið í kjölfar hlaups. Hann segir að vitað hafi verið að eldstöðin var tilbúin til að gjósa og að hlaup væri tilbúið að fara af stað og að mjög athyglisvert hafi verið að fylgjast með samspilinu þarna á milli. Páll segir þetta líklega í fyrsta sinn sem tekist hafi að segja fyrir um atburðarásina með löngum fyrirvara, „miðtímafyrirvara“ og skammtímafyrirvara. Páll segir gosið hafa verið nokkuð stöðugt í dag en krafturinn hafi verið ívið minni en í gær. Hægt er að horfa á hinar mögnuðu myndir af gosinu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Þeir voru þrír sem lögðu af stað akandi úr Reykjavík þegar um tíuleytið í fyrrakvöld þegar staðfest var að eldgos væri hafið. Þeir Sigmundur Sæmundsson og Jón Ólafur Magnússon fóru ásamt myndatökumanni Stöðvar 2, Friðriki Þór Halldórssyni. Þeim gekk reyndar erfiðlega að komast að jöklinum, festust í Jökulá, og voru þeir ekki komnir að eldstöðinni fyrr en klukkan tvö í gærdag eftir sextán stunda akstur úr borginni. En ferðalagið var þess virði. Aðspurður um hvað standi standi upp úr við þetta gos og aðdraganda þess segir Páll Einarsson prófessor að það sé staðfestingin á því að gos geti komið í kjölfar hlaups. Hann segir að vitað hafi verið að eldstöðin var tilbúin til að gjósa og að hlaup væri tilbúið að fara af stað og að mjög athyglisvert hafi verið að fylgjast með samspilinu þarna á milli. Páll segir þetta líklega í fyrsta sinn sem tekist hafi að segja fyrir um atburðarásina með löngum fyrirvara, „miðtímafyrirvara“ og skammtímafyrirvara. Páll segir gosið hafa verið nokkuð stöðugt í dag en krafturinn hafi verið ívið minni en í gær. Hægt er að horfa á hinar mögnuðu myndir af gosinu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira