Erlent

Kínverskar kolanámur hættulegastar

Fjórir af hverjum fimm kolanámumönnum sem létu lífið í slysum á síðasta ári létust í Kína. Þá létust 6.702 einstaklingar í námuslysum í Kína. Fyrstu níu mánuði þessa árs létust 4.153 í námuslysum þrátt fyrir átak stjórnvalda til að auka öryggi í kolanámum. Kínverjar standa undir þriðjungi kolauppgraftar á heimsvísu. Afköst hvers starfsmanns eru þó minni en víða annars staðar og dánartíðni mun hærri. Þannig gefur hver bandarískur kolanámumaður upp fimmtíufalt meira magn kola en meðalkolanámuverkamaðurinn í Kína. Dánartíðni Kínverjanna er hins vegar hundraðfalt hærri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×