Erlent

Fellst á nýjar kosningar

Viktor Janúkovítsj, yfirlýstur sigurvegari í forsetakosningunum í Úkraínu, sagðist í morgun fallast á nýjar kosningar ef hvorki hann né keppinautur hans, Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, byðu sig fram. Ef fallist yrði á úrslit kosninganna myndi hann bjóða Júsjenko forsætisráðherrastólinn en Júsjenko hafnaði þessu boði þegar. Nú er þess beðið að Hæstiréttur Úkraínu úrskurði hvort kosningarnar séu ógildar. Tugir þúsunda stuðningsmanna Júsjenkos mótmæla á götum úti í Kænugarði, níunda daginn í röð. Núverandi forseti, Leoníd Kútsma, sagði í gær að úkraínska þjóðin geti endurtekið forsetakosningarnar, ef það sé eina leiðin til að leysa deilurnar. Pútín Rússlandsforseti sagðist í morgun eftir samtal við Gerhard Shröder, kanslara Þýskalands, að hann myndi virða niðurstöður nýrra kosninga. Stjórnarandstæðingar hyggjast á þingi í dag leggja fram vantrauststillögu á Janúkovítsj.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×