Erlent

80 grindhvalir syntu á land

Tæplega áttatíu grindhvalir syntu á land við strendur Nýja-Sjálands í gær. Björgunarmönnum hefur tekist að halda lífi í tuttugu þeirra og ná svipuðum fjölda aftur út á sjó. Yfir 120 grindhvalir og höfrungar drápust í gær þegar þeir syntu á land við strendur Ástralíu. Ástæður þessa valda vísindamönnum miklum heilabrotum. Ein kenning er að rándýr, eins og háhyrningur, gæti hafa rekið dýrin á land. Aðrir vísindamenn segja að kaldir hafstraumar frá Suðurskautslandinu hafi getað valdið þessari undarlegu hegðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×