Erlent

Rottuplága í Svíþjóð

Íbúar í námubænum Kiruna í Norður Svíþjóð berjast nú við mikla rottuplágu sem er hreinlega að gera þá vitlausa. Talið er að rotturnar komi með úrgangi frá Noregi sem er sendur í endurvinnslustöð í Kiruna. Kiruna er svo norðarlega að loftslagið hentar rottum ekki vel. Hins vegar elska þær velgjuna í úrganginum og flykkjast því þúsundum saman með sorpförmunum til Svíþjóðar. Það er uppáhaldsiðja skandinavísku þjóðanna að gera grín hver að annarri og rottubrandarar fljúga því á milli. Norðmenn segja um ferðir kvikindanna að sækist sér um líkir. Svíar segja hins vegar að þessir ferðalangar frá Noregi séu mun betur gefnir en þeir tvífættu sem þeir fái þaðan á sumrin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×