Erlent

Heilbrigðiskerfið í ólestri

Íraska heilbrigðiskerfið er í ólestri og er ástandið mun verra en það var fyrir innrásina í Írak að sögn bresku læknasamtakanna Medact. Mikill skortur er á lyfjum og þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki, hreinlæti er ábótavant á sjúkrahúsum og mikið vantar upp á að mæðrum og börnum sé veitt öll nauðsynleg þjónusta. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að dauðsföllum hafi fjölgað í Írak og að fyrir því séu þrjár ástæður, hernaðarátök, smitsjúkdómar og ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×