Erlent

Hvalkjöt aftur í skólamötuneytin

Hvalkjöt verður á borðum japanskra skólabarna á ný í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi. Skólayfirvöld í Wakayama hafa ákveðið að skólamötuneyti bjóði börnum á tveimur lægstu skólastigunum upp á hvalkjöt tvisvar í mánuði frá og með byrjun næsta árs. Yoshiki Tachibana, yfirmaður skólamála í Wakayama, segir hvalkjöt sett aftur á matseðilinn til að halda í hvalveiðimenningu héraðsins. Nær hundrað þúsund börn eru við nám í 490 grunnskólum í Wakayama. Þeim verður boðið upp á hvalkjötshamborgara og steikt hvalkjöt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×