Vörslumaður vængbrotins Alþingis 3. október 2004 00:01 Halldór Blöndal segir að ræða sín við setningu Alþingis hafi fyrst og fremst verið til að verja stöðu löggjafarvaldsins. Synjun forseta Íslands á staðfestingu fjölmiðlalaganna í sumar hafi veikt stöðu þingsins og gert hana óljósari. Því sé nauðsynlegt að skilgreina vandlega stöðu og hlutverk æðstu stofnana ríkisins þannig að enginn velkist í vafa um hvað einstök ákvæði stjórnarskrárinnar merkja. Starf löggjafans er undir þessu komið. "Ræðan mín hefur fengið mjög góðar undirtektir hjá fólki sem ég hef hitt, vegna þess að ég held að flestir geri sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að gera úttekt á því sem gerðist í sumar svo að treysta megi stöðu Alþings," sagði Halldór Blöndal í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þingmenn, hvort sem í stjórn eða stjórnarandstöðu, sammála um nauðsyn þess að endurskoða 1. kafla stjórnarskrárinnar sem lýtur að æðstu stjórn ríkisins. Þannig verður að skilgreina betur stöðu þingsins, dómstólanna og forseta og ríkisstjórnar, þ.e. framkvæmdavaldsins, en jafnframt verður að draga skýr mörk á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds í samræmi við nútímaskoðanir um þrískiptingu valdsins. Halldór segir engan vafa leika á því að staða Alþingis hafi veikst eftir að forseti lýðveldisins synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar í sumar. "Það er líka ljóst að alþingsmenn áttu ekki von á þessu vegna þess að eftir því sem ég best veit hefur aldrei verið flutt fyrirspurn, þingsályktunartillaga eða lagafrumvarp á Alþingi um þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem skyldi haldin ef forsetinn beitti synjunarvaldi. Ólafur Ragnar Grímsson gerði það ekki á meðan hann sat á þingi og ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert það. Þegar endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur farið fram og slík endurskoðun lögð fyrir þingið þá hefur ekki verið neitt um þessi efni að finna. Þetta hefur að sumu leyti byggst á því að menn hafa ekki viljað hrófla við þeim bókstaf sem staðið hefur um þjóðhöfðingja landsins af því að menn hafa litið á hann sem sameiningartákn og af þeim sökum ekki viljað efna til deilna í kringum embættið." Halldór er þrátt fyrir þetta brattur og bendir á að menn megi ekki festast í neinum hjólförum heldur verði að nást samstaða um skynsamlega lausn sem treysti grundvöll löggjafarstarfsins. "Það er þetta sem ég var að segja. Ræðan mín var hvorki árás á stjórnarandstöðuna né forseta Íslands því að það eina sem ég gerði var að rekja í örstuttu máli hvað gerðist í sumar og setja í sögulegt samhengi. Ég var að snúast til varnar þinginu því að brestur er kominn í undirstöður þess. Það getur orðið örlagaríkt fyrir þjóðina að á viðkvæmum augnablikum komi upp deilur um hvort löggjöf sem þingið setur standi eða standi ekki. Ég vil ekki að lögfræðingar séu í málstofum að skeggræða í hálfkæringi hvernig löggjafarstarfi Alþingis sé háttað heldur vil ég að það standi skýrt í stjórnarskránni hver staða þingsins er." Sú gagnrýni hefur stundum heyrst að Alþingi stafi fyrst og fremst hætta af framkvæmdavaldinu því stærstur hluti lagafrumvarpa sé saminn í ráðuneytunum en ekki af þingmönnunum sjálfum. Halldór bendir á móti á að þingræðishefðir nágrannalandanna séu þær sömu en sérstaða Ísland er þó sá hér eru meirihlutastjórnir jafnan við völd. "Þetta varð niðurstaðan strax árið 1904. Danska ríkisstjórnin ákvað að fela Hannesi Hafstein ráðherradóm af því að hann hafi meirihluta þingsins á bak við sig." Halldór kippir sér lítið upp við að fjöldi stjórnarandstæðinga gekk út á meðan hann flutti ræðu sína. "Ef mig misminnir ekki þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa gengið út undir ræðu minni. Þessir atburðir í sumar voru hins vegar það sérstakir að ég taldi nauðsynlegt að víkja að þeim. Ég tel að forseti Alþingis eigi að vera óhræddur við að segja sína skoðun ef hann sér ástæðu til. Ræða hans við þingsetningu á ekki eingöngu að vera um nagla og steypu og lagfæringar á þinghúsinu. Þá er betra halda ræðuna ekki ef maður ætlar bara að tala um slíka hluti," segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Halldór Blöndal segir að ræða sín við setningu Alþingis hafi fyrst og fremst verið til að verja stöðu löggjafarvaldsins. Synjun forseta Íslands á staðfestingu fjölmiðlalaganna í sumar hafi veikt stöðu þingsins og gert hana óljósari. Því sé nauðsynlegt að skilgreina vandlega stöðu og hlutverk æðstu stofnana ríkisins þannig að enginn velkist í vafa um hvað einstök ákvæði stjórnarskrárinnar merkja. Starf löggjafans er undir þessu komið. "Ræðan mín hefur fengið mjög góðar undirtektir hjá fólki sem ég hef hitt, vegna þess að ég held að flestir geri sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að gera úttekt á því sem gerðist í sumar svo að treysta megi stöðu Alþings," sagði Halldór Blöndal í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þingmenn, hvort sem í stjórn eða stjórnarandstöðu, sammála um nauðsyn þess að endurskoða 1. kafla stjórnarskrárinnar sem lýtur að æðstu stjórn ríkisins. Þannig verður að skilgreina betur stöðu þingsins, dómstólanna og forseta og ríkisstjórnar, þ.e. framkvæmdavaldsins, en jafnframt verður að draga skýr mörk á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds í samræmi við nútímaskoðanir um þrískiptingu valdsins. Halldór segir engan vafa leika á því að staða Alþingis hafi veikst eftir að forseti lýðveldisins synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar í sumar. "Það er líka ljóst að alþingsmenn áttu ekki von á þessu vegna þess að eftir því sem ég best veit hefur aldrei verið flutt fyrirspurn, þingsályktunartillaga eða lagafrumvarp á Alþingi um þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem skyldi haldin ef forsetinn beitti synjunarvaldi. Ólafur Ragnar Grímsson gerði það ekki á meðan hann sat á þingi og ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert það. Þegar endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur farið fram og slík endurskoðun lögð fyrir þingið þá hefur ekki verið neitt um þessi efni að finna. Þetta hefur að sumu leyti byggst á því að menn hafa ekki viljað hrófla við þeim bókstaf sem staðið hefur um þjóðhöfðingja landsins af því að menn hafa litið á hann sem sameiningartákn og af þeim sökum ekki viljað efna til deilna í kringum embættið." Halldór er þrátt fyrir þetta brattur og bendir á að menn megi ekki festast í neinum hjólförum heldur verði að nást samstaða um skynsamlega lausn sem treysti grundvöll löggjafarstarfsins. "Það er þetta sem ég var að segja. Ræðan mín var hvorki árás á stjórnarandstöðuna né forseta Íslands því að það eina sem ég gerði var að rekja í örstuttu máli hvað gerðist í sumar og setja í sögulegt samhengi. Ég var að snúast til varnar þinginu því að brestur er kominn í undirstöður þess. Það getur orðið örlagaríkt fyrir þjóðina að á viðkvæmum augnablikum komi upp deilur um hvort löggjöf sem þingið setur standi eða standi ekki. Ég vil ekki að lögfræðingar séu í málstofum að skeggræða í hálfkæringi hvernig löggjafarstarfi Alþingis sé háttað heldur vil ég að það standi skýrt í stjórnarskránni hver staða þingsins er." Sú gagnrýni hefur stundum heyrst að Alþingi stafi fyrst og fremst hætta af framkvæmdavaldinu því stærstur hluti lagafrumvarpa sé saminn í ráðuneytunum en ekki af þingmönnunum sjálfum. Halldór bendir á móti á að þingræðishefðir nágrannalandanna séu þær sömu en sérstaða Ísland er þó sá hér eru meirihlutastjórnir jafnan við völd. "Þetta varð niðurstaðan strax árið 1904. Danska ríkisstjórnin ákvað að fela Hannesi Hafstein ráðherradóm af því að hann hafi meirihluta þingsins á bak við sig." Halldór kippir sér lítið upp við að fjöldi stjórnarandstæðinga gekk út á meðan hann flutti ræðu sína. "Ef mig misminnir ekki þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa gengið út undir ræðu minni. Þessir atburðir í sumar voru hins vegar það sérstakir að ég taldi nauðsynlegt að víkja að þeim. Ég tel að forseti Alþingis eigi að vera óhræddur við að segja sína skoðun ef hann sér ástæðu til. Ræða hans við þingsetningu á ekki eingöngu að vera um nagla og steypu og lagfæringar á þinghúsinu. Þá er betra halda ræðuna ekki ef maður ætlar bara að tala um slíka hluti," segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira