Kerry og brjálaður klikkhaus 15. október 2004 00:01 Vika er langur tími í pólítik. En ef smellt er á flipann "samþykkt lagafrumvörp" á 31. löggjafarþingi Íslendinga á Althingi.is kemur í ljós að eftir tveggja vikna löggjafarstarf liggur ekkert eftir Alþingi. Auðvitað gegnir þingið fleiri hlutverkum en að setja lög. "Bíðið þið hérna stelpur, pabbi þarf aðeins að fara að tala," sagði Össur Skarphéðinsson sem tók börnin sín með í vinnuna á dögunum og hefði eins getað verið að fara að saga eða vélrita, selja verðbréf eða grafa skurð. Þingmenn vinna við að tala, þeir tilheyra hinum talandi stéttum. Hins vegar virðist mér að á fáum vinnustöðum sé talað eins lítið um kennaraverkfallið og á Alþingi, ef til vill vegna þess að þeir sem þar sitja eiga ekkert endilega börn á grunnskólaaldri, til dæmis á enginn af formönnum og varaformönnum stjórnarflokkanna svo ung börn. Börn hafa hins vegar skoðanir á verkfallinu . Góður vinur minn hringdi í mig og spurði hverju það sætti að dóttir hans ellefu ára fengi ekki grein birta í dagblaði. Svarið sem ég fékk þegar ég reyndi að liðka fyrir var að það væru bara svo mörg börn að skrifa að hún kæmist ekki að! Íslensk börn eru reyndar ótrúlega pólitísk. "Þessi Bush er ömurlegur forseti. Ég held hann hafi búið til þessi gereyðingarvopn til að fá átyllu til að ráðast á Írak og ná í olíuna. Þetta er bara brjálaður klikkhaus," sagði Þorgrímur sonur minn 11 ára upp úr eins manns hljóði yfir sjónvarpsfréttunum. Öðru vísi mér áður brá. Þegar ég var að alast upp voru Bandaríkjaforsetar eins og hálfguðir í sjónvarpsfréttum og á síðum Morgunblaðsins. Að vísu eins og skrattinn sjálfur í Þjóðviljanum en hann keyptu fáir á þeim árum. Og jafnvel þótt Watergate hafi miklu breytt, hafa menn lengstum borið virðingu fyrir forseta Bandaríkjanna sem helsta fulltrúa lýðræðislegra stjórnarhátta í heiminum. Og sjaldan var þetta sannara en eftir 11. september. Þar til nú. Forseti Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að því að heyja stríð sem byggt var á ósannindum. Bush varð uppvís að því að ljúga á svo augljósan hátt að jafnvel ellefu ára börn sjá í gegnum lygina. Hvað sagði ekki Bob Dylan: "Sometimes even the president of the United States has to stand naked." Á Alþingi hef ég spurst fyrir um afstöðuna til Kerrys og Bush og mér sýnist að Bush eigi sér einungis þrjá til fjóra harða stuðningsmenn, í Sjálfstæðisflokknum. Meira að segja sumir sjálfstæðisráðherrar myndu frekar sjá Kerry sigra. Raunar er það svo að allir íslensku flokkarnir (að hugsanlega VG undanskildum) gætu auðveldlega rúmast innan bandaríska Demókrataflokksins. Bandarískur sendiráðsmaður sem dvaldi hér á landi um árabil, fór eitt sinn með tvær þingkonur, Þorgerði Katrínu úr Sjálfstæðisflokki og Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Samfylkingu (þá Kvennalista) í ferð vestur um haf. Að lokinni viku dvöl með þeim dæsti diplómatinn og sagði við þær stöllur: "Er ekkert sem þið getið verið ósammála um?" Eftir tvær vikur skýrist svo hvor sigrar Kerry eða Bush. Vika er langur tími í pólitík og tvær vikur, tvisvar sinnum lengri tími og allt getur gerst á þeim tíma. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Vika er langur tími í pólítik. En ef smellt er á flipann "samþykkt lagafrumvörp" á 31. löggjafarþingi Íslendinga á Althingi.is kemur í ljós að eftir tveggja vikna löggjafarstarf liggur ekkert eftir Alþingi. Auðvitað gegnir þingið fleiri hlutverkum en að setja lög. "Bíðið þið hérna stelpur, pabbi þarf aðeins að fara að tala," sagði Össur Skarphéðinsson sem tók börnin sín með í vinnuna á dögunum og hefði eins getað verið að fara að saga eða vélrita, selja verðbréf eða grafa skurð. Þingmenn vinna við að tala, þeir tilheyra hinum talandi stéttum. Hins vegar virðist mér að á fáum vinnustöðum sé talað eins lítið um kennaraverkfallið og á Alþingi, ef til vill vegna þess að þeir sem þar sitja eiga ekkert endilega börn á grunnskólaaldri, til dæmis á enginn af formönnum og varaformönnum stjórnarflokkanna svo ung börn. Börn hafa hins vegar skoðanir á verkfallinu . Góður vinur minn hringdi í mig og spurði hverju það sætti að dóttir hans ellefu ára fengi ekki grein birta í dagblaði. Svarið sem ég fékk þegar ég reyndi að liðka fyrir var að það væru bara svo mörg börn að skrifa að hún kæmist ekki að! Íslensk börn eru reyndar ótrúlega pólitísk. "Þessi Bush er ömurlegur forseti. Ég held hann hafi búið til þessi gereyðingarvopn til að fá átyllu til að ráðast á Írak og ná í olíuna. Þetta er bara brjálaður klikkhaus," sagði Þorgrímur sonur minn 11 ára upp úr eins manns hljóði yfir sjónvarpsfréttunum. Öðru vísi mér áður brá. Þegar ég var að alast upp voru Bandaríkjaforsetar eins og hálfguðir í sjónvarpsfréttum og á síðum Morgunblaðsins. Að vísu eins og skrattinn sjálfur í Þjóðviljanum en hann keyptu fáir á þeim árum. Og jafnvel þótt Watergate hafi miklu breytt, hafa menn lengstum borið virðingu fyrir forseta Bandaríkjanna sem helsta fulltrúa lýðræðislegra stjórnarhátta í heiminum. Og sjaldan var þetta sannara en eftir 11. september. Þar til nú. Forseti Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að því að heyja stríð sem byggt var á ósannindum. Bush varð uppvís að því að ljúga á svo augljósan hátt að jafnvel ellefu ára börn sjá í gegnum lygina. Hvað sagði ekki Bob Dylan: "Sometimes even the president of the United States has to stand naked." Á Alþingi hef ég spurst fyrir um afstöðuna til Kerrys og Bush og mér sýnist að Bush eigi sér einungis þrjá til fjóra harða stuðningsmenn, í Sjálfstæðisflokknum. Meira að segja sumir sjálfstæðisráðherrar myndu frekar sjá Kerry sigra. Raunar er það svo að allir íslensku flokkarnir (að hugsanlega VG undanskildum) gætu auðveldlega rúmast innan bandaríska Demókrataflokksins. Bandarískur sendiráðsmaður sem dvaldi hér á landi um árabil, fór eitt sinn með tvær þingkonur, Þorgerði Katrínu úr Sjálfstæðisflokki og Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Samfylkingu (þá Kvennalista) í ferð vestur um haf. Að lokinni viku dvöl með þeim dæsti diplómatinn og sagði við þær stöllur: "Er ekkert sem þið getið verið ósammála um?" Eftir tvær vikur skýrist svo hvor sigrar Kerry eða Bush. Vika er langur tími í pólitík og tvær vikur, tvisvar sinnum lengri tími og allt getur gerst á þeim tíma.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira