Erlent

Vill friðargæslu til Sómalíu

Nýkjörinn forseti Sómalíu óskaði eftir því við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að friðargæslulið yrði sent til lands síns. Abdullahi Yusuf Amed forseti sagði þörf á öflugu friðargæsluliði ef koma ætti á friði og stöðugleika í Sómalíu, sem hefur einkennst af stjórnleysi í meira en áratug. "Nýja stjórnin ræður ekki yfir þjálfuðum her, skipulagðri lögreglu eða nokkrum öðrum öryggissveitum," sagði Yusuf. Hann sagði ekki hversu marga friðargæsluliða þyrfti en fyrir mánuði bað hann Afríkuráðið um að senda fimmtán til tuttugu þúsund hermenn á vettvang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×