Erlent

Berlusconi hótar afsögn

Ef samstarfsflokkar Forza Italia, flokks Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, samþykkja ekki skattalækkanatillögur hans er Berlusconi vís til að segja af sér. Þetta kom fram í viðtölum hans við fréttamenn í gær. Aðspurður hvað það þýddi ef samstarfsflokkarnir höfnuðu skattalækkunum svaraði Berlusconi: "Hvað Forza Italia varðar yrði örugglega að boða nýjar kosningar." Berlusconi lofaði skattalækkunum í kosningabaráttunni 2001. Næstu kosningar eru áætlaðar árið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×