Erlent

Kosningar í Írak ekki mögulegar

Pútín Rússlandsforseti segist ekki getað ímyndað sér hvernig kosningar eiga að geta heppnast í Írak eða hvernig frjálsar kosningar eigi að fara fram í hersetnu landi. Hann sagði þetta á fundi með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, í Moskvu fyrir stundu. Pútín kvaðst einnig hafa verulegar efasemdir um að Allawi gæti einn síns liðs komið skikkan á gang mála í Írak og komið í veg fyrir að landið klofnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×