Erlent

Fær 300 milljarða króna í bætur

Árásin á World Trade Center hefur verið skilgreind sem tvær aðskildar árásir af dómstól í New York. Þetta þýðir að Larry Silverstein, sem var með byggingarnar tvær á langtímaleigu, fær greidda tæplega 300 milljarða króna í bætur. Undirréttur í New York hafði áður skilgreint árásina sem eina árás. Samkvæmt því voru nokkur tryggingafélög undanskilin bótagreiðslum. Búist er við því að einhver tryggingafélög muni áfrýja dómnum með þeim rökum að ekki sé hægt að skilgreina hryðjuverkaárás eftir því til dæmis hversu mörg flugskeyti voru notuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×