Gengur í augun á stelpunum 14. júní 2004 00:01 Blæjubílar eru æ algengari sjón á götum borgarinnar. Hörður Már Harðarson bílasali er eigandi blæjubíls af gerðinni Camaro SS Xenon árgerð 2001. Bílinn keypti hann í fyrrasumar og fékk hann á góðu verði. "Ég er bílasali hjá fyrirtæki sem heitir Bílar og List og við notum bílinn sem auglýsingu fyrirtækisins og einnig bara til að njóta á góðum degi," segir Hörður Már. Hann telur ómissandi að setja blæjuna niður á góðviðrisdögum og vill ekki meina að honum verði neitt kalt þó að hann keyri þannig um göturnar. "Svona bílar eru miklu vandaðri í dag en þeir voru hér áður fyrr. Á sólskinsdegi um hávetur er ekkert mál að hafa blæjuna niðri, þá setur maður bara miðstöðina í gang og líður ljómandi vel í bílnum," segir hann. Hörður Már segist fá mikla athygli út á bílinn og þá sérstaklega frá kvenþjóðinni. "Stelpurnar eru veikar fyrir bílnum og hef ég að sjálfsögðu bara gaman af því," segir hann. Haraldur Hannesson sölumaður hjá Ræsi hf. telur töluverða aukningu hafa orðið á innflutningi nýrra og notaðra sportbíla og þar á meðal blæjubíla. "Eftir að snjór fór að minnka á Íslandi fóru þeir sem voru mikið á vélsleðum að snúa sér frekar að mótorhjólum og sportbílum. Þetta er meðal annars ástæða þess að eftirspurn eftir báðum farartækjum hefur aukist á undanförnum árum," segir Hörður. Bílar Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Blæjubílar eru æ algengari sjón á götum borgarinnar. Hörður Már Harðarson bílasali er eigandi blæjubíls af gerðinni Camaro SS Xenon árgerð 2001. Bílinn keypti hann í fyrrasumar og fékk hann á góðu verði. "Ég er bílasali hjá fyrirtæki sem heitir Bílar og List og við notum bílinn sem auglýsingu fyrirtækisins og einnig bara til að njóta á góðum degi," segir Hörður Már. Hann telur ómissandi að setja blæjuna niður á góðviðrisdögum og vill ekki meina að honum verði neitt kalt þó að hann keyri þannig um göturnar. "Svona bílar eru miklu vandaðri í dag en þeir voru hér áður fyrr. Á sólskinsdegi um hávetur er ekkert mál að hafa blæjuna niðri, þá setur maður bara miðstöðina í gang og líður ljómandi vel í bílnum," segir hann. Hörður Már segist fá mikla athygli út á bílinn og þá sérstaklega frá kvenþjóðinni. "Stelpurnar eru veikar fyrir bílnum og hef ég að sjálfsögðu bara gaman af því," segir hann. Haraldur Hannesson sölumaður hjá Ræsi hf. telur töluverða aukningu hafa orðið á innflutningi nýrra og notaðra sportbíla og þar á meðal blæjubíla. "Eftir að snjór fór að minnka á Íslandi fóru þeir sem voru mikið á vélsleðum að snúa sér frekar að mótorhjólum og sportbílum. Þetta er meðal annars ástæða þess að eftirspurn eftir báðum farartækjum hefur aukist á undanförnum árum," segir Hörður.
Bílar Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira