Eiginkonan syngur 15. júní 2004 00:01 Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, nú í kvöld. Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans. Sú staðreynd kemur samt ekki í veg fyrir að Eyjólfur kalli hana óhikað "eina af okkar bestu djasssöngkonum í dag." Aðrir meðlimir eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón og fleiri blásturshljóðfæri, og svo Árni Scheving á víbrafón. "Hann er flottur, sá gamli," segir Eyjólfur um Árna, sem er einn af reyndustu djassleikurum landsins. "Hér á landi eru fáir víbrafónleikarar, en jafnvel þótt þeir væru fleiri þá myndi sé samt fá Árna til að spila með mér. Ég hef haldið upp á hann lengi, alveg frá því ég var að elta hann á milli staða í gamla daga." Eyjólfur hefur einnig fengið til liðs við sig Braga Valdimar Skúlason til þess að gera texta við nokkur laga sinna. Bragi er einn hinna óborganlegu Baggalúta, þannig að hugsanlega má búast við einhverju óvæntu úr þeirri áttinni. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Eyjólf, sem hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal málmblástursrokksveitinni Jagúar. "Ég hef verið að semja tónlist frá blautu barnsbeini," segir Eyjólfur. "Á þessum tónleikum verður þó upp undir helmingurinn efni sem ekki hefur heyrst áður." Stefnan er að taka þessi lög upp og gefa þau út á disk áður en langt líður. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, nú í kvöld. Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans. Sú staðreynd kemur samt ekki í veg fyrir að Eyjólfur kalli hana óhikað "eina af okkar bestu djasssöngkonum í dag." Aðrir meðlimir eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón og fleiri blásturshljóðfæri, og svo Árni Scheving á víbrafón. "Hann er flottur, sá gamli," segir Eyjólfur um Árna, sem er einn af reyndustu djassleikurum landsins. "Hér á landi eru fáir víbrafónleikarar, en jafnvel þótt þeir væru fleiri þá myndi sé samt fá Árna til að spila með mér. Ég hef haldið upp á hann lengi, alveg frá því ég var að elta hann á milli staða í gamla daga." Eyjólfur hefur einnig fengið til liðs við sig Braga Valdimar Skúlason til þess að gera texta við nokkur laga sinna. Bragi er einn hinna óborganlegu Baggalúta, þannig að hugsanlega má búast við einhverju óvæntu úr þeirri áttinni. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Eyjólf, sem hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal málmblástursrokksveitinni Jagúar. "Ég hef verið að semja tónlist frá blautu barnsbeini," segir Eyjólfur. "Á þessum tónleikum verður þó upp undir helmingurinn efni sem ekki hefur heyrst áður." Stefnan er að taka þessi lög upp og gefa þau út á disk áður en langt líður.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira