Grænt á grillið 18. júní 2004 00:01 "Grill hentar fyrir flest allt grænmeti og til að mynda er alltaf sígilt að grilla hálfan tómat bara á skinninu og pensla með hvítlauksolíu og virkar þetta bæði sem meðlæti og sósa með öðrum réttum," segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur á veitingastaðnum Á næstu grösum. "Sérdeilis gott er að taka Butternut grasker, skera það til helminga og kjarnhreinsa og leggja það svo á grillið með sárið upp og gleyma því þar í dágóða stund, skafa svo kjötið upp úr hýðinu og stappa saman við hvítlaukssmjör," segir Dóra, sem hvetur fólk til að prófa hvað sem því dettur í hug þegar kemur að því að grilla. "Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert sinn sem er grillað ásamt einhverju öðru sem þekkt er en ef það misheppnast alveg er maður bara reynslunni ríkari." <B>Í grænum hvelli við grillið<P> 1 sæt kartafla 1 kúrbítur 1 rauðlaukur 150 ml eplasafi 100 ml tómatpurré 2 msk. rúsínur 3 msk. svartar ólífur salt og pipar Skerið grænmetið í sneiðar, sætu kartöflurnar þynnstar og rauðlaukinn í hringi. Veltið upp úr olíu og grillið á vel heitu grillinu, kartöflurnar eru settar fyrst og síðan kúrbíturinn og laukurinn. Kryddið með salti og pipar. Á sama tíma hitið þið saman tómatpurréið, rúsínurnar, eplasafann og ólífurnar í potti á grillinu. Setjið grillaða grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Þetta er sérdeilis gott eitt og sér með brakandi salati og brauði eða sem meðlæti. <B>Ennþá einfaldara á grillið<P> 3 kúrbítur 2 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía 1/2 rauðlaukur fínt saxaður salt og pipar Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið (ekki í gegn). Fínt skornum hvítlauknum er troðið í krossana og allt er penslað með ólífuolíunni, lauknum er stráð yfir og salti og pipar. Smellt á heitt grillið og grillað bara á grænu hliðinni þar til krossarnir fara að opna sig. Þetta virkar vel með öllum mat og verður svo "djúsí" að þetta kemur í stað sósu með fiskinum og kjötinu. Ef tíminn er naumur er líka æði að smyrja bara bítinn með tilbúnu pestó eða tapanade. <B>Grillað nanbrauð<P> 100 g heilhveiti 300 g hveiti 3 dl AB-mjólk 1/2 tsk. lyftiduft salt bráðið smjör Hveitinu, AB-mjólkinni, lyftiduftinu og smá salti er hnoðað saman þar til það er þétt. Fletjið út í þunna klatta (passa að þeir verði ekki of stórir svo grillspaðinn ráði nú við þá). Smellt á vel heitt grillið og penslað létt með smjörinu. Matur Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Grill hentar fyrir flest allt grænmeti og til að mynda er alltaf sígilt að grilla hálfan tómat bara á skinninu og pensla með hvítlauksolíu og virkar þetta bæði sem meðlæti og sósa með öðrum réttum," segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur á veitingastaðnum Á næstu grösum. "Sérdeilis gott er að taka Butternut grasker, skera það til helminga og kjarnhreinsa og leggja það svo á grillið með sárið upp og gleyma því þar í dágóða stund, skafa svo kjötið upp úr hýðinu og stappa saman við hvítlaukssmjör," segir Dóra, sem hvetur fólk til að prófa hvað sem því dettur í hug þegar kemur að því að grilla. "Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert sinn sem er grillað ásamt einhverju öðru sem þekkt er en ef það misheppnast alveg er maður bara reynslunni ríkari." <B>Í grænum hvelli við grillið<P> 1 sæt kartafla 1 kúrbítur 1 rauðlaukur 150 ml eplasafi 100 ml tómatpurré 2 msk. rúsínur 3 msk. svartar ólífur salt og pipar Skerið grænmetið í sneiðar, sætu kartöflurnar þynnstar og rauðlaukinn í hringi. Veltið upp úr olíu og grillið á vel heitu grillinu, kartöflurnar eru settar fyrst og síðan kúrbíturinn og laukurinn. Kryddið með salti og pipar. Á sama tíma hitið þið saman tómatpurréið, rúsínurnar, eplasafann og ólífurnar í potti á grillinu. Setjið grillaða grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Þetta er sérdeilis gott eitt og sér með brakandi salati og brauði eða sem meðlæti. <B>Ennþá einfaldara á grillið<P> 3 kúrbítur 2 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía 1/2 rauðlaukur fínt saxaður salt og pipar Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið (ekki í gegn). Fínt skornum hvítlauknum er troðið í krossana og allt er penslað með ólífuolíunni, lauknum er stráð yfir og salti og pipar. Smellt á heitt grillið og grillað bara á grænu hliðinni þar til krossarnir fara að opna sig. Þetta virkar vel með öllum mat og verður svo "djúsí" að þetta kemur í stað sósu með fiskinum og kjötinu. Ef tíminn er naumur er líka æði að smyrja bara bítinn með tilbúnu pestó eða tapanade. <B>Grillað nanbrauð<P> 100 g heilhveiti 300 g hveiti 3 dl AB-mjólk 1/2 tsk. lyftiduft salt bráðið smjör Hveitinu, AB-mjólkinni, lyftiduftinu og smá salti er hnoðað saman þar til það er þétt. Fletjið út í þunna klatta (passa að þeir verði ekki of stórir svo grillspaðinn ráði nú við þá). Smellt á vel heitt grillið og penslað létt með smjörinu.
Matur Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira