Colt reynsluekinn í Barcelona 18. júní 2004 00:01 "Lísa er 25-30 ára kona, útivinnandi, á nýjan kærasta en gamlan bíl og nú er hún að fara að kaupa sér sinn fyrsta nýja bíl," segir ábúðarmikill blaðafulltrúi Mitsubishi þegar hann fer yfir aðalmarkhóp bílsins. Blaðakona stödd á kynningu á Mitsubishi Colt í Barcelona getur ekki annað en brosað -- það er eitthvað kostulegt við að vera í aðalmarkhópi bílsins, og vera nánast ein um það á kynningunni. Hinn hefðbundni bílablaðamaður er greinilega karlmaður á fimmtugsaldri, enda spyr önugur Svíi hvort það ætti virkilega eingöngu að beina athyglinni að þessum hópi -- finnst hann kannski sniðgenginn? Hvað sem segja má um markaðsfræði, sem eru síst örugg vísindi, þá má fullyrða að Mitsubishi hefur unnið mikla heimavinnu á þessu sviði. Yfirgripsmikil auglýsingaherferð um Mitsubishi Colt er hafin og 900 evrópskum blaðamönnum verið boðið til Barcelona til að skoða og reynsluaka Coltinum nýja. Allt er lagt undir enda til mikils að vinna. Mitsubishi hefur síðustu ár ekki átt fulltrúa í flokki smábíla, og sá flokkur er vel að merkja næstsöluhæsti flokkur bíla í Evrópu. @.mfyr:Sportlegur og rúmgóður Vel hefur tekist til -- óhætt er að segja það. Mitsubishi Colt, sem er afrakstur samstarfs Mitsubishi og Daimler Chrysler, er fallegur bíll. Mikil áhersla var lögð á flotta hönnun, og sú áhersla hefur skilað sér. Bíllinn er sportlegur í útliti en rúmgóður. Mælaborðið er fallegt og geymslurýmið gott. Hægt er að leggja aftursætin niður, ýmist eitt eða öll. Blaðamaður féll fyrir þessum eiginleika -- erum við konur ekki svo praktískar í hugsun, það myndu markaðsfræðingarnir eflaust segja. Umhverfisvænar líka (smábílar eyða ekki miklu) og þurfum ekki að sanna okkur á stórum bílum. Einmitt rökin fyrir að beina herferðinni aðallega að ungum konum. Sætin voru þægileg og smart, rauð á litinn sem gaf bílnum skemmtilegan blæ. @.mfyr:Bensín- og dísilvél Að tæknilegu atriðunum -- jú, þau skipta auðvitað miklu máli. Bíllinn kemur með fimm mismunandi vélum, 1,1, 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum sem eru 75, 95 og 109 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél sem er 95 og 68 hestöfl. Í reynsluakstrinum voru bæði prófaðar bensín- og dísilvél. Báðir voru hálfsjálfskiptir, það er að segja með "allshift" kúplingslausu sjálfskiptivali. Þá er hægt að velja hvort gírarnir eru notaðir eða sjálfskipting sett á. Slíkt er víst mun ódýrara í framleiðslu en hefðbundin sjálfskipting og eyðslan verður þar að auki mun minni. Þessi búnaður virkaði vel í dísilbílnum en í bensínbílnum finnst þegar hann skiptir um gír -- hann hægir aðeins á sér, ekki mjög aðlaðandi. Þá var líka bara stillt á beinskiptinguna. Tekið skal fram að hægt verður að fá bílinn beinskiptan einnig. Coltinn var þægilegur í akstri, lá vel á veginum, lipur í beygjum, kraftmikill -- enginn smábílafílingur þannig -- en nettur um sig. Ekið var um götur Barcelonaborgar, á hraðbrautum og um hlykkjótta fjallvegi og stóð hann sig vel í þessum aðstæðum. Dísilbíllinn kom sérlega sterkur inn, kraftmikill og mikið tog í vélinni eins og sagt er. Aldeilis ágætt að slíkir bílar séu að verða raunhæfur kostur hér á landi með nýju lögunum. Coltinn kemur til Íslands í haust, þá kemur í ljós hvað hann kostar en verðið á að vera samkeppnishæft við aðalkeppninautana, aðra smábíla á borð við Toyotu Yaris og Hondu Jazz. Til mikils er að vinna fyrir Mitsubishi og bíllinn gefur fyrirheit um að hann standist væntingarnar. sigridur@frettabladid.is Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Lísa er 25-30 ára kona, útivinnandi, á nýjan kærasta en gamlan bíl og nú er hún að fara að kaupa sér sinn fyrsta nýja bíl," segir ábúðarmikill blaðafulltrúi Mitsubishi þegar hann fer yfir aðalmarkhóp bílsins. Blaðakona stödd á kynningu á Mitsubishi Colt í Barcelona getur ekki annað en brosað -- það er eitthvað kostulegt við að vera í aðalmarkhópi bílsins, og vera nánast ein um það á kynningunni. Hinn hefðbundni bílablaðamaður er greinilega karlmaður á fimmtugsaldri, enda spyr önugur Svíi hvort það ætti virkilega eingöngu að beina athyglinni að þessum hópi -- finnst hann kannski sniðgenginn? Hvað sem segja má um markaðsfræði, sem eru síst örugg vísindi, þá má fullyrða að Mitsubishi hefur unnið mikla heimavinnu á þessu sviði. Yfirgripsmikil auglýsingaherferð um Mitsubishi Colt er hafin og 900 evrópskum blaðamönnum verið boðið til Barcelona til að skoða og reynsluaka Coltinum nýja. Allt er lagt undir enda til mikils að vinna. Mitsubishi hefur síðustu ár ekki átt fulltrúa í flokki smábíla, og sá flokkur er vel að merkja næstsöluhæsti flokkur bíla í Evrópu. @.mfyr:Sportlegur og rúmgóður Vel hefur tekist til -- óhætt er að segja það. Mitsubishi Colt, sem er afrakstur samstarfs Mitsubishi og Daimler Chrysler, er fallegur bíll. Mikil áhersla var lögð á flotta hönnun, og sú áhersla hefur skilað sér. Bíllinn er sportlegur í útliti en rúmgóður. Mælaborðið er fallegt og geymslurýmið gott. Hægt er að leggja aftursætin niður, ýmist eitt eða öll. Blaðamaður féll fyrir þessum eiginleika -- erum við konur ekki svo praktískar í hugsun, það myndu markaðsfræðingarnir eflaust segja. Umhverfisvænar líka (smábílar eyða ekki miklu) og þurfum ekki að sanna okkur á stórum bílum. Einmitt rökin fyrir að beina herferðinni aðallega að ungum konum. Sætin voru þægileg og smart, rauð á litinn sem gaf bílnum skemmtilegan blæ. @.mfyr:Bensín- og dísilvél Að tæknilegu atriðunum -- jú, þau skipta auðvitað miklu máli. Bíllinn kemur með fimm mismunandi vélum, 1,1, 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum sem eru 75, 95 og 109 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél sem er 95 og 68 hestöfl. Í reynsluakstrinum voru bæði prófaðar bensín- og dísilvél. Báðir voru hálfsjálfskiptir, það er að segja með "allshift" kúplingslausu sjálfskiptivali. Þá er hægt að velja hvort gírarnir eru notaðir eða sjálfskipting sett á. Slíkt er víst mun ódýrara í framleiðslu en hefðbundin sjálfskipting og eyðslan verður þar að auki mun minni. Þessi búnaður virkaði vel í dísilbílnum en í bensínbílnum finnst þegar hann skiptir um gír -- hann hægir aðeins á sér, ekki mjög aðlaðandi. Þá var líka bara stillt á beinskiptinguna. Tekið skal fram að hægt verður að fá bílinn beinskiptan einnig. Coltinn var þægilegur í akstri, lá vel á veginum, lipur í beygjum, kraftmikill -- enginn smábílafílingur þannig -- en nettur um sig. Ekið var um götur Barcelonaborgar, á hraðbrautum og um hlykkjótta fjallvegi og stóð hann sig vel í þessum aðstæðum. Dísilbíllinn kom sérlega sterkur inn, kraftmikill og mikið tog í vélinni eins og sagt er. Aldeilis ágætt að slíkir bílar séu að verða raunhæfur kostur hér á landi með nýju lögunum. Coltinn kemur til Íslands í haust, þá kemur í ljós hvað hann kostar en verðið á að vera samkeppnishæft við aðalkeppninautana, aðra smábíla á borð við Toyotu Yaris og Hondu Jazz. Til mikils er að vinna fyrir Mitsubishi og bíllinn gefur fyrirheit um að hann standist væntingarnar. sigridur@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira