Hrollvekjandi glæpaópera 28. júní 2004 00:01 "Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira