Menning

Hvað kostar útlandaferðin

Spánn er vinsæll frístaður fyrir Íslendinga og á undanförnum árum hafa fluggjöld þangað sem og til annarra vinsælla áfangastaða lækkað til muna í verði. En þótt hægt sé að krækja í ódýrar pakkaferðir til Spánar kostar dvölin þar sitt. Hjón sem ferðast með tvö börn og búa á hóteli á Spáni í viku þurfa að eiga fyrir ýmsu. Verðlag á veitingastöðum er misjafnt en kvöldverður fyrir fjölskylduna án víns kostar á bilinu 3.000 til 6.000 krónur. Aðgangseyrir í sundlaugar- eða ævintýragarða 8.000 til 12.000 krónur fyrir alla fjölskylduna. Bílaleigubíll hjá spænskri bílaleigu kostar 3.000 til 6.000 þúsund krónur á dag. Leiga á hjólabát fyrir fjóra í klukkutíma kostar 1.000 krónur en jet-ski í fimmtán mínútur fyrir tvo kostar 4.000 krónur. Ís í sjoppu eða sjálfsala kostar 100 til 200 krónur en í ísbúð 400 til 700 krónur. Kaffi eða gos kostar 120 til 200 krónur. Leiga á sólbekk á ströndinni kostar 250 til 500 krónur. Verð á bjór er háð því hvar verslað er, stór bjór á bar kostar 300 til 500 krónur en í matvöruverslun kostar flöskubjór 150 til 250 krónur. Skipulagðar dagsferðir á vegum ferðaskrifstofu kosta mismikið eftir því hvort máltíðir eru innifaldar eða ekki. Meðalverð á slíkum ferðum er 2000-5000 krónur á mann. Það er því varlegt að gera ráð fyrir 100.000 krónum að algeru lágmarki í eyðslueyri fyrir fjölskylduna í viku og líklega er 150.000 nær raunveruleikanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×