Bullandi ágreiningur segir Össur 2. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir bullandi ágreining vera á milli stjórnarflokkanna um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna eftir að ráðherrar Framsóknarflokksins yfirgáfu skyndilega ríkisstjórnarfund, aðeins fimmtán mínútum eftir að hann hófst í Stjórnarráðinu, klukkan rúmlega tvö í dag. Össur segir bersýnilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stillt Framsóknarflokknum upp við vegg sem sé gamalkunnugt munstur. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós „hversu langt sjálfstæðismenn komist með Framsóknarflokkinn,“ segir Össur og bætir við að þær reglur sem ríkisstjórnin deili um séu að öllum líkindum brot á stjórnarskránni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að ekki væri enn búið að ná samkomulagi um frumvarpið og þess vegna hefði ríkisstjórnarfundinum verið slitið skyndilega, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu eftir í fundarherberginu. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ágreiningur stjórnarflokkanna um frumvarpið sé ekki verulegur og ekki beri mikið í milli um efnisatriði þess, þ. á m. um þátttökulágmark í atkvæðagreiðslunni. Davíð segðist ennfremur ekki búast við nýjum ríkisstjórnarfundi fyrr en í fyrramálið. Eins og greint hefur verið frá gengu ráðherrar Framsóknarflokksins af fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins fimmtán mínútur. Haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í fréttum Bylgjunnar klukkan 15 að áfram yrði unnið í málinu en hann vildi ekki fullyrða um það hvort niðurstaða fengist í málið síðar í dag. Hann vildi heldur ekki tjá sig um það hver væri helsti ásteytingarsteinninn í tengslum við frumvarpið en stjórnarflokkana greinir á um að hvaða marki eigi að setja skilyrði um lágmark þeirra atkvæðisbærra manna sem þurfi til að fella fjölmiðlalögin úr gildi. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem spilað var í fréttum Bylgjunnar klukkan 17 með því að smella á hlekkinn í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir bullandi ágreining vera á milli stjórnarflokkanna um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna eftir að ráðherrar Framsóknarflokksins yfirgáfu skyndilega ríkisstjórnarfund, aðeins fimmtán mínútum eftir að hann hófst í Stjórnarráðinu, klukkan rúmlega tvö í dag. Össur segir bersýnilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stillt Framsóknarflokknum upp við vegg sem sé gamalkunnugt munstur. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós „hversu langt sjálfstæðismenn komist með Framsóknarflokkinn,“ segir Össur og bætir við að þær reglur sem ríkisstjórnin deili um séu að öllum líkindum brot á stjórnarskránni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að ekki væri enn búið að ná samkomulagi um frumvarpið og þess vegna hefði ríkisstjórnarfundinum verið slitið skyndilega, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu eftir í fundarherberginu. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ágreiningur stjórnarflokkanna um frumvarpið sé ekki verulegur og ekki beri mikið í milli um efnisatriði þess, þ. á m. um þátttökulágmark í atkvæðagreiðslunni. Davíð segðist ennfremur ekki búast við nýjum ríkisstjórnarfundi fyrr en í fyrramálið. Eins og greint hefur verið frá gengu ráðherrar Framsóknarflokksins af fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins fimmtán mínútur. Haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í fréttum Bylgjunnar klukkan 15 að áfram yrði unnið í málinu en hann vildi ekki fullyrða um það hvort niðurstaða fengist í málið síðar í dag. Hann vildi heldur ekki tjá sig um það hver væri helsti ásteytingarsteinninn í tengslum við frumvarpið en stjórnarflokkana greinir á um að hvaða marki eigi að setja skilyrði um lágmark þeirra atkvæðisbærra manna sem þurfi til að fella fjölmiðlalögin úr gildi. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem spilað var í fréttum Bylgjunnar klukkan 17 með því að smella á hlekkinn í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira