Enginn árangur af stjórnarfundi 2. júlí 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira