Innlent

Reyndist vera eftir­lýstur

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld eða nótt ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessi maður reyndist vera eftirlýstur í öðru máli. Hann var vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þegar hún var rituð gistu fjórir í fangaklefa, en alls voru 122 mál bókuð í kerfum hennar frá því um fimm síðdegis í gær þangað til fimm í nótt.

Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var fluttur á lögreglustöð, en þar hafði hann í hótunum við lögreglumann. Hann mun vera vistaður í klefa þangað til hægt verður að ná af honum skýrslu.

Greint er frá fleiri málum í dagbókinni, sem varða meðal annars þjófnað, fíkniefnabrot, og hávaða í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×