Framsóknarflokkurinn upp við vegg 2. júlí 2004 00:01 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira