Grafarþögn í ellefta sæti 9. júlí 2004 00:01 Sakamálasagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kom út í Svíþjóð fyrir mánuði og trónir nú í 11. sæti sænska metsölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út innbundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa fengið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, og Mýrin var tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagnrýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda sé nú Íslendingur og á þar við Arnald. Hann segir jafnframt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus Therese Johansson, segir að Arnaldur sé "meistari í að skapa sálfræðilega spennu og persónulýsingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkjandi. Betri glæpasögur finnast ekki." Bodil Juggas í Arbeterbladed segir að það sé engin spurning að Arnaldur hafi verið vel að Glerlyklinum kominn fyrir Grafarþögn sem hann segir standa "fyllilega undir kjöri sem besta norræna glæpasagan, frásögn Arnaldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin." Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sakamálasagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kom út í Svíþjóð fyrir mánuði og trónir nú í 11. sæti sænska metsölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út innbundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa fengið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, og Mýrin var tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagnrýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda sé nú Íslendingur og á þar við Arnald. Hann segir jafnframt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus Therese Johansson, segir að Arnaldur sé "meistari í að skapa sálfræðilega spennu og persónulýsingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkjandi. Betri glæpasögur finnast ekki." Bodil Juggas í Arbeterbladed segir að það sé engin spurning að Arnaldur hafi verið vel að Glerlyklinum kominn fyrir Grafarþögn sem hann segir standa "fyllilega undir kjöri sem besta norræna glæpasagan, frásögn Arnaldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin."
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira