Handfrjálsi símabúnaðurinn bestur 12. júlí 2004 00:01 Siggi Hall, matreiðslumeistari og veitingamaður á Óðinsvéum, segist ekki vera mikill áhugamaður um bíla. Hann segist eiga góða Toyota-bifreið sem hann noti til að komast á milli staða. Þegar blaðamaður spyr Sigga um það besta í bílnum hans nefnir hann stýrið svona í gríni en hugsar sig svo vel um. "Ætli það besta í bílnum mínum sé ekki bara handfrjálsi símabúnaðurinn í honum því mér finnst mjög gaman að nota hann. Vinnu minnar vegna þarf ég mikið að vera í símanum og ég tala nú ekki um þegar svona blaðakonur eins og þú hringja til að spyrja svona skrítinna spurninga. Því er handfrjálsi búnaðurinn bráðnauðsynlegt tæki fyrir mig," segir hann og hlær. Siggi segist hlusta talsvert á tónlist í bílnum og finnst geislaspilarinn ómissandi. "Bíll er bara bíll í mínum huga en ég geri nú samt þá kröfu að hafa þá hljóðláta, þægilega og örugga. Einnig finnst mér nauðsynlegt að eiga bíl sem bilar lítið því ég nenni ekki að standa í því að þurfa að láta gera við hann. En ég er hæstánægður með bílinn minn því hann stenst allar þær kröfur sem ég geri í sambandi við bíla," segir Siggi Hall. Bílar Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Siggi Hall, matreiðslumeistari og veitingamaður á Óðinsvéum, segist ekki vera mikill áhugamaður um bíla. Hann segist eiga góða Toyota-bifreið sem hann noti til að komast á milli staða. Þegar blaðamaður spyr Sigga um það besta í bílnum hans nefnir hann stýrið svona í gríni en hugsar sig svo vel um. "Ætli það besta í bílnum mínum sé ekki bara handfrjálsi símabúnaðurinn í honum því mér finnst mjög gaman að nota hann. Vinnu minnar vegna þarf ég mikið að vera í símanum og ég tala nú ekki um þegar svona blaðakonur eins og þú hringja til að spyrja svona skrítinna spurninga. Því er handfrjálsi búnaðurinn bráðnauðsynlegt tæki fyrir mig," segir hann og hlær. Siggi segist hlusta talsvert á tónlist í bílnum og finnst geislaspilarinn ómissandi. "Bíll er bara bíll í mínum huga en ég geri nú samt þá kröfu að hafa þá hljóðláta, þægilega og örugga. Einnig finnst mér nauðsynlegt að eiga bíl sem bilar lítið því ég nenni ekki að standa í því að þurfa að láta gera við hann. En ég er hæstánægður með bílinn minn því hann stenst allar þær kröfur sem ég geri í sambandi við bíla," segir Siggi Hall.
Bílar Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira