Hendur forseta bundnar 13. október 2005 14:24 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira