Hendur forseta bundnar 13. október 2005 14:24 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. Herdís og Ragnar komu á fund allsherjarnefndar Alþingis í morgun og dróst fundur með þeim þar til nú rétt fyrir fréttir. Aðspurð hvort Alþingi sé heimilt að grípa inn í það ferli sem hófst með því að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar segir Herdís svo ekki vera. Þingið megi aldrei fara inn á svið stjórnarskrárgjafans og eins og hún líti á málið virkjaði forseti málskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar þann 2. júní sl. Herdís segir málskotsréttinn njóta verndar stjórnarskrárinnar og því megi Alþingi ekki fara inn í þetta ferli á meðan það er virkt. Hún segist hafa notað þá líkingu á fundi nefndarinnar að ef 26. greinin væri öryggisventill þá sé eins og lofti hafi verið hleypt úr dekkinu, það leki úr því núna og ekki megi keyra áfram á gjörðinni. Herdís segir hendur forseta Íslands vera bundnar í málinu, þ.e. að hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Aðspurð hvað forseti eigi þá að gera ef lögin verði lögð fyrir hann til undirskriftar segir Herdís að hann verði að vísa í að honum séu sett takmörk af stjórnarskránni. Hann verði að lúta henni eins og aðrir handhafar ríkisvaldsins. Ragnar Aðalsteinsson tekur undir það að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, og að setja jafnframt ný fjölmiðlalög, sé brotið gegn stjórnarskránni. Það falli undir óskráða stjórnskipunarreglu um „valdníðslu“, sem svo sé kölluð, og markmiðið með slíkri löggjöf sé því í raun annað en sagt er í frumvarpinu og greinagerðinni með því. Ragnar telur markmiðið vera að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það sé valdníðsla og þ.a.l. ógildanlegt hjá dómstólum. Hægt er að hlusta á viðtöl við Herdísi og Ragnar sem tekin voru rétt fyrir hádegi með því að smella á hlekkinnn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira