Menning

Í léttum lautartúrum í sumar

Svali, jeppatöffari og útvarpsmaður, á Fm 95,7 er jeppalaus maður um þessar mundir og hálfónýtur að eigin sögn. "Ég þurfti að selja jeppann af því að ég er að kaupa mér íbúð og keypti mér Toyota Avensis til að lulla á malbikinu fram á næsta vor. Þá verður náttúrlega fjárfest í nýjum jeppa. Þetta verða bara lautartúrar það sem eftir lifir sumars," segir Svali hálfsvekktur. Hann er samt harðánægður með Avensisinn og segir hann þrumugóð kaup. "Þetta er svona einn með öllu og ég er vel sáttur." Svali segist ekki vera græjukarl í þeirri merkingu að hann sé með steríógræjur í bílnum, en talstöðvar, loftnet og pumpur eru hins vegar hans deild. "Ég er ekki einn af þeim sem gef í með græjurnar í botni, og þegar ég er uppi á fjöllum að þrælast í gegnum snjóskafla og torfærur hlusta ég ekki á tónlist. Á fjallstoppunum hlustar maður bara á þögnina." Draumabíll Svala er Land Crusier 100-bíll og hann er nú þegar farin að leggja fyrir svo næsta sumar endi ekki í tómum Heiðmerkurtúrum. Þetta snýst bara um að þrauka og ég geri mitt besta. Meiru get ég ekki lofað."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.