Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira