Innlent

Ekki lengur boðið

Eftir að Hollendingar tóku við forystu í Evrópusambandinu hefur EFTA löndunum ekki verið boðið á samráðsfundi um samkeppnishæfni. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræddi þetta við Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, á fundi þeirra á miðvikudag. Að sögn Valgerðar hafa EFTA löndin hingað til haft aðkomu að þessum vettvangi og að sinnaskipti Evrópusambandsins undir forystu Hollendinga hefðu komið MacShane á óvart. "Við fórum yfir ýmis samskiptamál til dæmis hvað varðar aðkomu Íslands að fundum Evrópusambandsins. Það hefur skapast hefð um það en það er einhver tregða hjá Hollendingum í þeirra formennsku að bjóða EFTA löndunum. Hann var mjög hissa á þessu," segir Valgerður. Fundurinn var óformlegur og ræddu þau um ýmis önnur mál til dæmis menntamál, utanríkismál og almennt um Evrópusambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×