Innlent

Málskotsrétturinn frá forseta

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir í helgarviðtali við Fréttablaðið að ekki eigi að fella synjunarvald forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrár niður án þess að neitt annað komi í staðinn. „Mér finnst koma mjög til álita að færa inn í stjórnarskrána ákvæði þess efnis að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti farið fram á þjóðaratkvæði um ákveðið mál. Ef sá réttur er tryggður í stjórnarskrá þá sé ég ekki að sama þörf sé á þeim öryggisventli sem menn hafa kallað 26. greinina.“ Sjá nánar viðtal við Bjarna í Fréttablaðinu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×