Forseti í þriðja sinn 2. ágúst 2004 00:01 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira