Ákvörðun Davíðs eðlileg 15. ágúst 2004 00:01 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira