Sparnaður að borða hjá tengdó 18. ágúst 2004 00:01 Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip. Fjármál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip.
Fjármál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira