Fundur Framsóknarkvenna færður 21. ágúst 2004 00:01 Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Sigrún Jónsdóttir formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að til fundarins væru eingöngu boðaðar þær 40 konur sem hefðu ritað undir áskorun á þingflokk Framsóknar sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Heimildir fréttastofu herma að upphaflega hafi staðið til að boða fleiri konur til fundarins. Sigrún vísar þessu á bug, en heimildarmenn fréttastofu staðhæfa engu að síður að slíkt hafi verið meiningin. Sigrún segir hins vegar að hádegisfundurinn sé nokkurs konar undirbúningur fyrir stórfund Framsóknarkvenna sem halda eigi á miðvikudagskvöld í húsakynnum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Mikil óánægja er á meðal kvenna og ungliða í flokknum með brottrekstur Sivjar úr ríkisstjórninni. Jafnréttisnefnd flokksins hefur harmað þessa ákvörðun og segir augljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins að leiðarljósi og jafnframt brotið lög flokksins, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins skal leitast við að hafa hlut hvors kyns í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn ekki minni en 40 prósent. Við brotthvarf Sivjar úr ríkisstjórn verður einungis ein Framsóknarkona ráðherra, sem jafngildir 20 prósentum af ráðherraliði flokksins. Jafnréttisnefndin bendir á að fyrir fjórum árum hafi hlutur Framsóknarkvenna í ríkisstjórn verið 50 prósent og að niðurstaða þingflokksins í fyrradag sé alvarlegt bakslag fyrir þá jafnréttisbaráttu sem háð hafi verið í Framsóknarflokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Sigrún Jónsdóttir formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að til fundarins væru eingöngu boðaðar þær 40 konur sem hefðu ritað undir áskorun á þingflokk Framsóknar sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Heimildir fréttastofu herma að upphaflega hafi staðið til að boða fleiri konur til fundarins. Sigrún vísar þessu á bug, en heimildarmenn fréttastofu staðhæfa engu að síður að slíkt hafi verið meiningin. Sigrún segir hins vegar að hádegisfundurinn sé nokkurs konar undirbúningur fyrir stórfund Framsóknarkvenna sem halda eigi á miðvikudagskvöld í húsakynnum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Mikil óánægja er á meðal kvenna og ungliða í flokknum með brottrekstur Sivjar úr ríkisstjórninni. Jafnréttisnefnd flokksins hefur harmað þessa ákvörðun og segir augljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins að leiðarljósi og jafnframt brotið lög flokksins, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins skal leitast við að hafa hlut hvors kyns í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn ekki minni en 40 prósent. Við brotthvarf Sivjar úr ríkisstjórn verður einungis ein Framsóknarkona ráðherra, sem jafngildir 20 prósentum af ráðherraliði flokksins. Jafnréttisnefndin bendir á að fyrir fjórum árum hafi hlutur Framsóknarkvenna í ríkisstjórn verið 50 prósent og að niðurstaða þingflokksins í fyrradag sé alvarlegt bakslag fyrir þá jafnréttisbaráttu sem háð hafi verið í Framsóknarflokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent