Framalausar framsóknarkonur? 24. ágúst 2004 00:01 Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira