Sport

Þjóðráð til að slá á kvíða

Van Chancellor, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í körfubolta, segist eiga gott ráð til að slá á kvíða, þegar svo ber undir. "Ég gjóa bara augunum til Yolanda Griffith og þá veit ég að allt verður í lagi" sagði Chancellor. Griffith hefur leikið lykilhlutverk í velgengni bandarísku stelpnanna en þær hafa unnið fyrstu sex leiki sína á Ólympíuleikunum. "Þegar ég leggst til hvílu á kvöldin hugsa ég til þess að ég get alltaf leitað til hennar og þá mun allt fara vel" sagði þjálfarinn. Griffith, sem leikur með Sacramento Monarchs í WNBA deildinni, fullyrðir að það sé tvennt ólíkt að leika í WNBA og með landsliðinu. "Einhver verður að koma af bekknum og mér líkar það vel" sagði Griffith.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×