Ólympíumeistarar eftir vítakeppni 29. ágúst 2004 00:01 Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira