Á sveppaveiðum 2. september 2004 00:01 "Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi," segir Ágúst Pétursson, kennari, sveppaáhugamaður og matargúru að auki. "Sá sveppur heitir myrkill og er afskaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarðvegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann." Ágúst segir að skógarsveppirnir séu það sem fólk er að tína hér heima. "Það eru aðallega furusveppir og lerkisveppir og þeir sem eru lengra komnir fara í kantarellurnar og kóngssveppina. Það er að segja ef það veit hvar þá er að finna," bætir hann við, hlær leyndardómsfullur og harðneitar að gefa upp staðsetningar. "Ég get upplýst að þeir eru helst í gömlu skóglendi. En allir þessir sveppir hafa í sér svo mikið bragð af skógi, ekki síst kóngssveppurinn, það er bara eins og að borða skóg," segir hann hlæjandi. Ágúst matreiðir sveppina á margvíslegan hátt og segir þá alla jafn ljúffenga þegar þeir eru einfaldlega steiktir í smjöri og hvítlauk. "Þá eru þeir góðir í eggjakökur og pasta og hægt að búa til úr þeim rjómasósur svo eitthvað sé nefnt." Hann mælir þó ekki með að þeir séu notaðir hráir. "Það eru ekki bara mennirnir sem elska sveppi, flugurnar verpa í þá þannig að helst vill maður steikja þá. Hægt er að geyma þá í frysti eftir að þeir hafa verið steiktir eða léttsoðnir." Það eru til sveppir á Íslandi sem hafa létt eitrunaráhrif þannig að Ágúst segir vissara fyrir byrjendur að fá leiðsögn í sveppatínslunni. "Það er til ágætis sveppahandbók sem gott er að hafa til leiðsagnar svo fólk sé ekki að taka neina sénsa. Furusveppina og lerkisveppina er maður alveg öruggur með og gott að byrja á þeim." Ágúst fær sérstakt glimt í augað þegar hann talar um sveppatínsluferðirnar og segist fá útrás fyrir veiðieðlið þegar hann tínir sveppi. "Ég fer ekki í sveppatínslu heldur á sveppaveiðar," segir hann og skellir upp úr. Sveppi er hægt að tína fram að fyrstu frostum. Matur Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi," segir Ágúst Pétursson, kennari, sveppaáhugamaður og matargúru að auki. "Sá sveppur heitir myrkill og er afskaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarðvegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann." Ágúst segir að skógarsveppirnir séu það sem fólk er að tína hér heima. "Það eru aðallega furusveppir og lerkisveppir og þeir sem eru lengra komnir fara í kantarellurnar og kóngssveppina. Það er að segja ef það veit hvar þá er að finna," bætir hann við, hlær leyndardómsfullur og harðneitar að gefa upp staðsetningar. "Ég get upplýst að þeir eru helst í gömlu skóglendi. En allir þessir sveppir hafa í sér svo mikið bragð af skógi, ekki síst kóngssveppurinn, það er bara eins og að borða skóg," segir hann hlæjandi. Ágúst matreiðir sveppina á margvíslegan hátt og segir þá alla jafn ljúffenga þegar þeir eru einfaldlega steiktir í smjöri og hvítlauk. "Þá eru þeir góðir í eggjakökur og pasta og hægt að búa til úr þeim rjómasósur svo eitthvað sé nefnt." Hann mælir þó ekki með að þeir séu notaðir hráir. "Það eru ekki bara mennirnir sem elska sveppi, flugurnar verpa í þá þannig að helst vill maður steikja þá. Hægt er að geyma þá í frysti eftir að þeir hafa verið steiktir eða léttsoðnir." Það eru til sveppir á Íslandi sem hafa létt eitrunaráhrif þannig að Ágúst segir vissara fyrir byrjendur að fá leiðsögn í sveppatínslunni. "Það er til ágætis sveppahandbók sem gott er að hafa til leiðsagnar svo fólk sé ekki að taka neina sénsa. Furusveppina og lerkisveppina er maður alveg öruggur með og gott að byrja á þeim." Ágúst fær sérstakt glimt í augað þegar hann talar um sveppatínsluferðirnar og segist fá útrás fyrir veiðieðlið þegar hann tínir sveppi. "Ég fer ekki í sveppatínslu heldur á sveppaveiðar," segir hann og skellir upp úr. Sveppi er hægt að tína fram að fyrstu frostum.
Matur Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira