Var ekki að flýja réttvísina 6. september 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira