Ekki sama laukur og laukur 10. september 2004 00:01 "Áhugi á ræktun matjurta hefur aukist gríðarlega og ef til vill hefur það sitt að segja að mataræði okkar hefur breyst og hafa kryddjurtir og salöt aukist mikið í fæðunni," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og umsjónarmaður nytjajurtagarðs Grasagarðsins í Laugardal. Á dögunum var mikil uppskeruhátíð í Grasagarðinum þar sem fræðsla og smökkun var í boði. Í garðinum eru um 120 tegundir matjurta, þar á meðal kryddplöntur, berjarunnar og rabarbari. "Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og hef ég mikinn áhuga á matlauknum núna. Ekki er hægt að bera saman lauk sem maður ræktar sjálfur við þann sem fæst í verslunum, laukur og laukur er ekki það sama," segir Auður. Matlaukinn er tiltölulega auðvelt að rækta og er hann settur niður á vorin og tekinn upp á haustin. Eftir að fólk er búið að taka upp laukinn og aðrar matjurtir á haustin vill gleymast að huga að jarðveginum. "Góður jarðvegur er grundvallaratriði í ræktun matjurta og er aldrei hægt að leggja nógu mikla áherslu á það," segir Auður og ráðleggur hún fólki að setja lífrænan húsdýraáburð í moldina á haustin svo hann nái að brotna vel yfir veturinn. "Hvítlaukur er matjurt sem hægt er að setja niður á haustin og gilda sömu reglur um hann og annað að jarðvegurinn verður að vera góður," segir Auður en laukurinn er settur niður í september eða október. Til að rækta hvítlauk er valinn góður heilbrigður laukur með fallegum og stórum laufum og er eitt lauf sett um það bil 5 cm ofan í jarðveginn og haft er um 10 til 15 cm bil á milli laufa. Lauknum þarf að velja sólríkan og hlýjan stað í garðinum og byrjar hann að vaxa um leið en svo þegar fer að frysta þá stoppar hann og fer í dvala. Mikilvægt er að gott frárennsli sé í jarðveginum svo ekki safnist mikil bleyta því þá þránar laukurinn. Með hlýnandi veðri á vorin tekur hann við sér og heldur áfram að vaxa og er hann tilbúinn þegar þrjú neðstu blöðin visna. "Ferskur hvítlaukur er engu líkur og þegar hann er ræktaður lífrænt fáum við svo fallegan lauk," segir Auður og bendir á að græna grasið sem vex af hvítlauknum er hægt að nýta með því að klippa niður í salat eða jafnvel blanda með sýrðum rjóma. Kryddjurtirnar eru bestar ferskar, segir Auður, svo sniðugt er að kippa þeim inn fyrir veturinn og leyfa þeim að vaxa áfram í eldhúsglugganum. Ágætt getur líka verið að þurrka þær til geymslu en steinseljuna er auðvelt að frysta ferska. Matur Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Áhugi á ræktun matjurta hefur aukist gríðarlega og ef til vill hefur það sitt að segja að mataræði okkar hefur breyst og hafa kryddjurtir og salöt aukist mikið í fæðunni," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og umsjónarmaður nytjajurtagarðs Grasagarðsins í Laugardal. Á dögunum var mikil uppskeruhátíð í Grasagarðinum þar sem fræðsla og smökkun var í boði. Í garðinum eru um 120 tegundir matjurta, þar á meðal kryddplöntur, berjarunnar og rabarbari. "Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og hef ég mikinn áhuga á matlauknum núna. Ekki er hægt að bera saman lauk sem maður ræktar sjálfur við þann sem fæst í verslunum, laukur og laukur er ekki það sama," segir Auður. Matlaukinn er tiltölulega auðvelt að rækta og er hann settur niður á vorin og tekinn upp á haustin. Eftir að fólk er búið að taka upp laukinn og aðrar matjurtir á haustin vill gleymast að huga að jarðveginum. "Góður jarðvegur er grundvallaratriði í ræktun matjurta og er aldrei hægt að leggja nógu mikla áherslu á það," segir Auður og ráðleggur hún fólki að setja lífrænan húsdýraáburð í moldina á haustin svo hann nái að brotna vel yfir veturinn. "Hvítlaukur er matjurt sem hægt er að setja niður á haustin og gilda sömu reglur um hann og annað að jarðvegurinn verður að vera góður," segir Auður en laukurinn er settur niður í september eða október. Til að rækta hvítlauk er valinn góður heilbrigður laukur með fallegum og stórum laufum og er eitt lauf sett um það bil 5 cm ofan í jarðveginn og haft er um 10 til 15 cm bil á milli laufa. Lauknum þarf að velja sólríkan og hlýjan stað í garðinum og byrjar hann að vaxa um leið en svo þegar fer að frysta þá stoppar hann og fer í dvala. Mikilvægt er að gott frárennsli sé í jarðveginum svo ekki safnist mikil bleyta því þá þránar laukurinn. Með hlýnandi veðri á vorin tekur hann við sér og heldur áfram að vaxa og er hann tilbúinn þegar þrjú neðstu blöðin visna. "Ferskur hvítlaukur er engu líkur og þegar hann er ræktaður lífrænt fáum við svo fallegan lauk," segir Auður og bendir á að græna grasið sem vex af hvítlauknum er hægt að nýta með því að klippa niður í salat eða jafnvel blanda með sýrðum rjóma. Kryddjurtirnar eru bestar ferskar, segir Auður, svo sniðugt er að kippa þeim inn fyrir veturinn og leyfa þeim að vaxa áfram í eldhúsglugganum. Ágætt getur líka verið að þurrka þær til geymslu en steinseljuna er auðvelt að frysta ferska.
Matur Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira