Innlent

Guð blessi Netið, segir Björk

Íslenska stórstirnið Björk er ekki ánægð með hljómplötuiðnaðinn. Hún þakkar Guði fyrir Netið og heitir því að halda á lofti sjóræningjafána. Þannig hefst frétt í norska Netmiðlinum ITAvisen sem vitnar í viðtal Vals Gunnarssonar á heimasíðu Bjarkar þar sem hún segir álit sitt á baráttu hljómplötuiðnaðarins gegn Netmiðlun tónlistar. "Það er kaldhæðnislegt að þegar lögmenn og menn í viðskiptalífinu höfðu reiknað út hvernig þeir gætu haft stjórn á tónlistinni, þá kemur Netið til sögunnar og breytir öllu. Guð blessi Netið," segir Björk í viðtalinu. Hún nefnir hins vegar ekki að þessi sami hljómplötuiðnaður er ástæðan fyrir því að hún er ekki fátæk einstæð móðir í Reykjavík heldur rík og fræg heimsstjarna, segir í niðurlagi fréttarinnar. Heimild: taeknival.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×